Aftur vor
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Friðrik Dagur Arnarson
Er sólin heim til baka úr suðri gengur,
og signir hlýjum geislum jörð.
Þá finn ég vetur varir ekki lengur,
en vorið kyssir mel og börð.
Ísinn fer, er vök um vatnið þýtur,
frá veggnum skríður snjórinn ofurhljótt.
Þá sóley gulu auga gýtur,
á gullið ský um bjarta vordagsnótt.
Það er svo gott er vaknar veröld fríða,
af vetrarsvefni er hlýna fer,
Þá vorsins fuglar kátt um loftið líða,
og láta taka eftir sér.
En lækur fer við heim og hjala,
og hendist út um grundir til og frá.
Hver græðinál á gulu bala,
er gleði sönn og vekur nýja þrá.
Ég heimti á ný þann kraft er kæfði vetur,
mín kætist sál og glaðnar lund.
Ég veit nú gengur baslið miklu betur,
mín bíða höpp og opin sund.
Er vorsól vermir sveit og borgir,
og vætir kossi hjarn í fjallasal.
Er heimur laus við sefa og sorfir,
þú sérð og finnur aftur vor í dal.